top of page
  • Writer's pictureJean-Rémi Chareyre

Flóðir leiða til aukinnar tíðni þvingaðra hjónabanda í Pakistan

Loftslagsbreytingar leiða til þvingaðra hjónabanda. Hver hefði haldið…?


Í nýlegri frétt hjá franska miðlinum Le Monde er ferlið lýst þannig: loftslagsbreytingar leiða til þess að monsúntíminn og úrkoman sem honum fylgir eiga það til að verða sífellt ákafari í Pakistan. Vatn flæðir yfir akra og eyðileggur uppskeruna hjá þarlendum bændum, sem missa þar með tekjur sínar. Til að vega upp á móti tekjumissinum hafa margir bændur gripið til þess ráðs að láta dóttir eða dætur sínar giftast, jafnvel undir lögaldri, þar sem venjan er að brúðguminn borgi foreldrum brúðarinnar brúðarverð eða heimanmund (oft er þó um mjög lágar upphæðir að ræða).


Flóðin í Pakistan árið 2022 voru þau verstu í sögu landsins, en þá lá 1/3 landsins undir flóðum og yfir 1700 manns létu lífið.


Rannsókn á vegum háskóla í Pakistan hefur til dæmis leidd í ljós að eftir flóðin árið 2010 jókst tíðni giftinga hjá stúlkum á aldrinum 15-19 ára úr 10,7% í 16%, en þar í landi er stundum vísað í þetta fyrirbæri undir nafnið „monsúnbrúðirnar“. Fyrirbærið hefur reyndar komið fram víðar, svo sem í Afríku og Suður-Asíu.


„Ég héld að ég fengi varalit, fatnað og skartgripi í gjöf,“ segir ein stúlkan með nýfætt barn í fangi í viðtali við Le Monde. Hún var aðeins 13 ára þegar foreldrar hennar tilkynntu henni að hún ætti að giftast, í upphafi árs 2023. „Ég áttaði mig ekki á því að brúðguminn væri mun eldri en ég. Foreldrar mínir misstu jörðina út af flóðunum. Þau höfðu ekkert annað val,“ segir stúlkan að lokum…


Að vísu eru loftslagsbreytingar ekki eini orsakavaldur þvingaðra hjónabanda. Eins og í mörgum öðrum tilfellum munu loftslagsbreytingar eingöngu magna upp ákveðin samfélagsleg mein sem voru til staðar fyrir, frekar en að orsaka þau með beinum hætti.


Það breytir því ekki að það getur reynst óþægilegt að vita til þess að í hvert skipti sem við losun eitt tonn af CO₂ tökum við óvart þátt í því að manneskjur einhvers staðar út í heimi sem við vildum helst vera að hjálpa munu þjást aðeins meira en annars hefði verið. Í þessu tilfelli eins og í mörgum öðrum munu félagslegar afleiðingar loftslagsbreytinga ekki koma fyllilega í ljós fyrr en eftir á, þegar of seint verður að koma í veg fyrir þær.


Kannski hafa einhverjir þetta í huga næst áður en skroppið er í helgarferð til London (150 lítrar af þotueldsneyti) eða farið í hringferð um landið á tveggja tonna dísiljeppa (um 120 lítrar af dísilolíu). Er það virkilega þess virði?


Hópur ungra stúlkna mætir ljósmyndara í litlu þorpi í Norður-Pakistan

Comments


Post: Blog2_Post
bottom of page