Samtökin Fossielvrij NL ("Jarðefnaeldsneytislaust Holland") hafa höfðað mál á hendur KLM fyrir meintan grænþvott í auglýsingaherferð flugfélagsins sem bar heitið "Fly responsibly". Þetta er fyrsta lögsókn af þessu tagi gegn stóru flugfélagi og niðurstaðan gæti því haft töluverð áhrif á framtíð flugiðnaðarins. Frá þessu greina meðal annars The Guardian, Sky News og EU Observer.
"Við erum að höfða dómsmál til að krefjast þess að KLM segi sannleikann um vöru sína og hvernig hún byggir á jarðefnaeldsneyti. Ótakmarkað flugframboð er ein fljótvirkasta leið til þess að hita upp jörðina. Neytendur þurfa að vera upplýst um þá staðreynd og þurfa vernd gegn fullyrðingum um annað," segir Hiske Arts, einn aðili samtakanna.
Góðgerðarsamtökin ClientEarth, sem sérhæfa sig í umhverfistengda lögfræðiþjónustu, munu styðja við bakið á lögsóknina og telja auglýsingaherferðina vera villandi þar sem hún gefur í skyn að viðskiptavinir geti "núllað út" hlýnunaráhrif flugsins með KLM. Í síðasta mánuði hafði Hollensk eftirlitsstofnun þegar gefið út að hugtök flugfélagsins á borð við "CO2ZERO" og "CO2-neutral" væru villandi gagnvart neytendum.
Lögfræðingar ClientEarth munu færa rök fyrir því að auglýsingaherferð og kolefnisjöfnunarkerfi KLM gefa falska mynd af sjálfbærni flugsins. Þetta telja þeir vera brot á Evrópskri neytendalöggjöf.
Til að lesa meira um grænþvott flugiðnaðarins og blekkinguna á bak við hugtakið "kolefnisjöfnun" er tilvalið að rifja upp þessa greiningu:
Comments