top of page
Writer's pictureJean-Rémi Chareyre

Hnattvæðing á undanhaldi?


Með sífellt vaxandi framboði af olíu hefur mannkynið getað eignast sífellt fleiri flutningstæki, og öðlast þannig sífellt meiri flutningsgetu. Sú flutningsgeta hefur leitt af sér fyrirbæri sem hefur umturnað hagkerfi margra þjóða (og ekki síst Íslands): hnattvæðinguna.



Aragrúi af vörubílum og gámaskipum eru forsenda þess að geta flutt vörur í miklu magni hvaðan sem er á jörðinni, hvert sem er á jörðinni: málmgrýti, hráefni, hálf-unnar eða fullunnar vörur. Aðeins þannig getur hver þjóð sérhæft sig og leikið það hlutverk sem hentar henni best í stóra leikritinu sem hnattvæðingin er.

Til er mælikvarði til að átta sig á hnattvæðingunni: hlutfall millilandaviðskipta í landsframleiðslu heimsins. Árið 1970 var þetta hlutfall aðeins 25%. Það fór alla leið upp í 60% árið 2008, og síðan þá… hefur það verið að lækka aftur. Eins og sést á myndritinu hér að neðan.



Þýðir þetta að efnahagshrunið 2008 hafi bundið enda á hnattvæðingunni? Í rauninni er líklegt að þessi tvö fyrirbæri (þverrandi hnattvæðing og efnahagshrun) eigi sér rætur í sömu orsökina: hámarkið í hefðbundinni olíuframleiðslu sem náðist árið 2008: „peak oil‟ (hefðbundin framleiðsla = öll framleiðsla fyrir utan vökvabrot eða „shale oil‟ í Bandaríkjunum og olíusandar í Kanada).

Þessi „þriðja olíukrísa‟ markaði upphafið að samdrætti í olíunotkun í löndum OCDE (fyrstu tvær olíukrísur áttu sér stað 1973 og 1979 og leiddu líka af sér samdrátt í milliríkjaviðskiptum).


Minna af olíu þýðir minni flutningsgeta og þar af leiðandi minna magn milliríkjaviðskipta. Sé þessi greining rétt hefur hún mikilvægar afleiðingar fyrir framtíðina… og þar á meðal fyrir baráttuna gegn losun gróðurhúsalofttegunda.

Stjórnvöld víða um lönd eru að reiða sig á aukinni notkun ýmissa tæknivara til að draga úr losun, svo sem rafbílar, rafhlöður, vindmyllur, sólarsellur og fleira. Þessar vörur eru í dag fáanlegar í tiltölulega miklu magni og á lágu verði, einmitt þökk sé… hnattvæðingunni. Þær eru framleiddar úr ýmsum málmum sem koma frá fjarlægum námum, með aðstoð efnaiðnaðarins sem er sjálfur hnattvæddur, og eru settar saman í áföngum í mörgum mismunandi verksmiðjum sem eru gjarnan í mikilli fjarlægð hver frá annarri.

Séu flutningabílar og gámaskip tekin út úr jöfnunni hverfa vindmyllurnar, rafhlöðurnar, borarnir fyrir hitaveituna (þeir verða ekki framleiddir úr íslensku stáli), og svo framvegis.


Heimshagkerfi sem þarf að reiða sig á sífellt minnkandi orkuframboð verður miklu síður hnattvæddur en hann er í dag. Þessi viðsnúningur ætti að leiða til aukinnar verðbólgu (vegna versnandi skilvirkni heimshagkerfisins), jafnvel til vöruskorts, þegar kemur að vörum sem eru hluti af alþjóðlegum virðiskeðjum (sem eru ansi mikið af vörum). Það er ekki víst að áætlanir sem gera ráð fyrir stóraukinn innflutning á þessum tæknivörum hafi tekið þetta með í reikninginn (ef áætlanir eru á annað borð til staðar) …

Þetta er ekki til að segja að tæknilausnir á borð við rafbílar og vindmyllur geti ekki hjálpað til, en að reiða sig eingöngu á þeim er hættulegt veðmál. Að læra að reiða sig á minni orkunotkun og minni bílanotkun með nægjusemi og betri skipulagningu er hins vegar veðmál sem er ekki hægt að tapa…



Comments


Post: Blog2_Post
bottom of page