top of page
Search
  • Writer's pictureJean-Rémi Chareyre

Hvað er eiginlega að okkur? (ég bara spyr...)

Updated: May 25, 2022



Það eru 32 ár frá því að Milliríkjanefndin um loftslagsbreytingar (IPCC) birti sína fystu skýrslu (1990), og það eru 30 ár frá því að ríki heims hófu að semja sín á milli um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum (Kyoto-bókunin 1992). Hvað hefur gerst á þessum 30 árum?



Í stuttu máli, losun gróðurhúsalofttegunda hefur lítið gert annað en að aukast. Á myndritinu hér að ofan sést að hvorki Kyoto-bókunin (1992), né fyrsta COP-ráðstefnan (Berlin 1995), né önnur COP-ráðstefnan, né hinar 19 sem fylgdu á eftir, og ekki heldur sú tuttugasta og önnur í París 2015, eða hinar á eftir, hafa orðið til þess að losun dragist saman. Þvert á móti jókst losun um 50% á tímabilinu 1990-2020. Það gerðist bara í fjögur skipti á þessari öld að losun tók almennilega dýfu: í kreppunni miklu 1929-30, í seinni heimsstyrjöld 1939-45, í olíukreppunni 1979 og svo í Covid-faraldrinum 2020. Í öll fjögur skipti var það alveg “óvart”, sem sagt afleiðing af atburðum sem við hefðum gjarnan viljað sleppa við.


En hvernig getur verið, að þessi gáfaða dýrategund sem mannskepnan er, eftir að hafa náð yfirburði yfir allar aðrar dýrategundir á jörðinni, eftir að hafa uppgötvað þyngdarlögmálið og afstæðiskenninguna, að hafa flogið til tunglsins og fundið upp internetið, mistakist svo hrapallega þegar kemur að því að bjarga sínu eigin skinni?

Þessi grein er lítil tilraun til að svara því.



Afneitun og lobbýismi?


Það er vitað mál að í upphafi baráttunar gegn loftslagsbreytingum hikuðu olíurisarnir ekki við að afneita eða gera lítið úr aðvörunum vísindamanna. Enn þann dag í dag telja 13% bandaríkjamanna að loftslagsbreytingar séu ekki af mannavöldum. Olíurisarnir hafa samt fyrir löngu gefist upp á afneitunni, og kannanir hafa sýnt að hlutfall afneitunarsinna hefur lækkað, jafnvel í Bandaríkjunum þar sem hann er þó hvað hæstur, og í Evrópu er hann ekki nema 5-7%. Eins og við þekkjum þá virkar lýðræðið þannig að meirihlutinn ræður, svo að það getur varla verið að 5-10% minnihluti sé að koma í vegg fyrir að hin 90-95% geri eitthvað til að bjarga málunum.

Afneitunarsinnar eru ekki aðalsökudólgurinn. Það er hins vegar ljóst að olíufyrirtækin gera allt sem þau geta til að bjarga eigið bísnes og í olíuframleiðslulöndum eins og Bandaríkjunum hefur lobbýsmi slíkra fyrirtækja mikið að segja í ákvarðanatöku stjórnvalda.


Hins vegar má benda á eitt afbrigði afneitunar sem hefur örugglega mikið meira að segja um aðgerðarleysi okkar: það er sú gerð afneitunar sem felst í því að afneita ekki vandanum, heldur eigin ábyrgð á lausn vandans. Í þessum leik eru við Íslendingar afskaplega lunknir, eins og nýleg skoðanakönnun Gallup hefur sýnt: samkvæmt henni telja aðeins um 24% Íslendinga að eigin hegðun getur haft áhrif á að sporna við loftslagsbreytingar en 65% telja að hegðun almennings á heimsvísu geti það. Með öðrum orðum, 41% Íslendinga telja að lausn loftslagsvandans sé á ábyrð annarra þjóða, jafnvel þótt kolefnisspor Íslendinga sé eitt af þeim hæstu í heimi!


Hversu mikil eða lítil áhrif telur þú að þín hegðun geti haft til að sporna við hlýnun jarðar?

Hversu mikil eða lítil áhrif telur þú að hegðun almennings almennt á heimsvísu geti haft til að sporna við hlýnun jarðar?



Erfitt að óttast eitthvað sem maður hefur aldrei séð


Skýringarnar fyrir aðgerðarleysið eru kannski helst að finna í eðli mannsins og gangverk samfélagsins. Það er svo sem vel þekkt fyrirbæri að maðurinn geti sýnt af sér sjálfskaðandi hegðun gegn betri vitund. Dæmi um það er tóbaksnotkun, og við getum örugglega lært ýmislegt af sögu tóbaksiðnaðarins og aðgerða gegn reykingum.

Mannskepnan er skynjavera. Eðlishvötin hennar snýst um að annaðhvort sækja í, eða forðast ákveðnar upplifanir, og hún bregðst fyrst og fremst við tvennt:

1. Hluti sem eðlishvötin segir henni að óttast (ég hlaupi burt ef ég sé stórt dýr hlaupa í átt að mér) eða sækja í (ég gríp í banana ef ég er svangur).

2. Hluti sem reynslan hefur kennt henni að óttast (ég er búinn að brenna mér á þessu, ætla ekki að reyna aftur) eða sækja í (þessi ís var svo góður, ég kaupi hann aftur).


Svona hefur þróunarsagan skapað manninn: eðlishvötin annars vegar og lífsreynslan hins vegar sjá um að stjórna okkar hegðun. Þessi forritun hefur virkað sæmilega í gegnum aldirnar, en nú stöndum við frammi fyrir ógn sem er óvenjuleg að þessu leyti: hún örvar ekki skynfærin okkar (koltvíoxíð er ósýnilegt, ósnertanlegt, lyktarlaust, bragðlaust og heyrist ekki) og við höfum enga reynslu af henni (höfum áður reynt að kveikja í ýmislegt en aldrei í jörðina). Og andspænis slíka ógn, sem við getum hvorki séð, heyrt, bragðað, þefað, komið við, munað eftir eða ímyndað okkur, þá yppum við bara öxlum, eins og borgararnir í Netflix-kvikmyndinni Don’t look Up gerðu eftir að hafa heyrt fréttir af því að halastjarna stefndi beinustu leið í átt að jörðinni.


Þetta er líka klípa reykingamannsins: hann veit af hættunni, en þar sem hann hefur aldrei upplifað krabbamein áður, og getur ekki skynjað hættuna á meðan hann finnur engin einkenni, á hann það til að humma af sér varnaðarorð. Ofan á þetta bætist að hættan virðist fjarlægð í tímanum, og eins og aðrar dýrategundir lifum við fyrst og fremst í núinu og kærum okkur yfirleitt lítið um hvað gerist eftir 20, 30 eða 50 ár (frestunaráráttan hjálpar okkur ekki mikið þar heldur) . Þegar reykingamaðurinn finnur loks fyrir verkjum í brjósti þá grípur óttinn hann og það er stundum nóg til að fá hann til að hætta, en oft er það því miður of seint. Það sama gildir um loftslagið: það verður að mörgu leyti of seint til að bregðast við þegar verstu afleiðingarnar eru komnar í ljós.


Loftslagsváin virðist fjarlægð og óljós, hún er lýst í tölum sem hljóma annaðhvort smávægilegar (hver er eiginlega munurinn á 2°c og 3°c hlýnun?), eða óskiljanlega háar (35 megatonn af Co2, hvað er það?). Tölfræði um dauðsföll vegna reykinga virkar heldur ekki allt of vel á reykingamanninn, því tölur höfða ekki til skynfæra okkar.

Það er sem sagt ekki nóg að vita af einhverri hættu, til að maður bregðist við henni, sérstaklega ef leiðin til að forðast hættunni er brött brekka (hætta að reykja/hætta að brenna jarðefnaeldsneyti). Það skiptir hins vegar máli hvað nákvæmlega við vitum af hættunni. “Þekktu óvin þinn!” skipaði kínverki hershöfðinginn Sun Tzu forðum, og þetta er eitt af þessum gömlum húsráðum sem virka alltaf. Dæmi? Hér að neðan er súlurit sem sýnir tíðni reykinga hjá ýmsum starfsstéttum í Bandaríkjunum. Hún sýnir hvaða stéttir reykja mest, og hvaða stéttir minnst. Þar sést að tíðni reykinga er langminnst hjá… læknum! Þar er hún aðeins 2,5%, eða sex sinnum minni en meðaltalið, og tíu sinnum minni en hjá óbreytta verkamanninum!





Skýringin á þessu er að öllum líkindum sú, að þekkingin á nákvæmri virkni og áhrifum tóbaks, sem læknar öðlast á sínum námsárum (og síðar í gegnum starfsreynsluna) virkar sem einhvers konar bólusetning gegn reykingum. Um loftslagsvána gildir líklega hið sama: það er ekki fyrr en við skoðum hana undir í smásjá, frá öllum hliðum og út í smáatriðum, að við munum læra að óttast hana eins og hæfilegt er, og fara í þær erfiðar aðgerðir sem nauðsynlegar eru.

Þekktu óvin þinn, annars áttu á hættu að vanmeta hann. Eða eins og António Guterres framkvæmdastjóri SÞ sagði fyrir nokkru: “Mannkynið er að heyja stríð við náttúruna. Það er sjálfsmorð. Náttúran slær alltaf til baka…”


Það gerðist eitthvað svolítið merkilegt í Frakklandi nýlega, þegar óvenjulegri lýðræðistilraun var hrynt af stað. Snemma árs 2019 fóru tveir þjóðþekktir einstaklingar (leikstjórinn Cyril Dion og leikkonan Marion Cotillard) á fund við forseta Frakklands og stungu upp á þá hugmynd að stofna borgaraþing sem hefði það hlutverk að leggja til aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, með það að markmiði að losun myndi dragast saman um 40% til 2030 (miðað við 1990). Eftir nokkra umhugsun tók forsetinn vel í hugmyndina, og henni var fljótlega hrynt í framkvæmd. Í þessu Borgaraþingi fyrir Loftslagið (“Convention Citoyenne pour le Climat”) sátu 150 borgarar.

Það merkilega við þetta þing er að þátttakendurnir voru valdir af handahófi. Þeir voru flestir þeirra hvorki græningjar, né sérstakir umhverfissinnar, og enn síður sérfræðingar um loftslagsmál. Borgararnir fengu aðgang að 150 mismunandi sérfræðingum á mismunandi sviðum, svo sem loftslagsfræðingum, hagfræðingum, sérfræðingum í orkumálum og ýmsum öðrum til að ráðfæra sig við. Eftir 9 mánuði af alls konar fræðslu og þreifingum komust þeir að sameiginlegri niðurstöðu sem var í formi aðgerðaráætlunar í 150 liðum, og viti menn, margar af þessum tillögum voru talsvert róttækari en forsetinn hafði grunað í fyrstu, enda hófst hann strax handa við að tala þær niður!


Borgararnir sjálfir voru breyttir: margir þeirra viðurkenndu að í fyrra lífi hefðu þeir aldrei stutt þær tillögur sem þeir voru nú að mæla sterklega með! Þeir höfðu sett loftslagsvána undir smásjá, og stúderað hana frá öllum hliðum.

Þeir höfðu lært að óttast hana.




Meðal þessara tillagna þeirra voru eftirfarandi: lækkun hámarkshraða á hraðbrautum úr 130 niður í 110 km/klst (sem vakti mikla gremju meðal almennings), hækkun skatta og gjalda á bílum sem losa mest af Co2, auknar fjárfestingar í göngu- og reiðhjólastíga, sérstakur virðisaukaskattur á vörum í hlutfalli við fjölda kílómetra sem þær hafa verið fluttar um (vörur sem eru fluttar langar leiðir bera hærri skattprósentu), blátt bann við byggingu nýrra flugstöðva ásamt banni við stækkun núverandi flugstöðva og bann við allt innanlandsflug þar sem annar samgönguvalkostur er í boði (ef ferðin tekur minna en 4 tímar). Þetta voru aðeins nokkrar af 150 tillögum borgarþingsins. Eftir lok þingsins ákváðu hinir 150 meðlimir þingsins að stofna félagasamtök með það að markmiði að fylgja eftir tillögunum og þrýsta á umbætur í þágu loftslagsins. Þeir voru orðnir kaþólskari en páfinn ef svo má segja...


Þessi lítil tilraun mun ein og sér kannski ekki breyta heiminum, en hún getur kennt okkur mikilvæga lexíu: að ef til vill er áhrifaríkasta leiðin til að bregðast við loftslagsbreytingar að koma saman og reyna allt sem við getum til að auka skilning hvors annars á þessu fyrirbæri. Þessi vefsíða er mitt ófullkomlega, en einlægt framlag til þessa sameiginlegs verkefnis.












82 views0 comments
Post: Blog2_Post
bottom of page